Greining og meðferð

Talmeinafræðingar Talþjálfunar Reykjavíkur starfa samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og fara greiðslur vegna þjónustunnar því eftir gildandi gjaldskrá SÍ hverju sinni. Gjaldskrá SÍ vegna talþjálfunar má nálgast hér.  

Fyrsta viðtal er alltaf niðurgreitt sé beiðni um talþjálfun frá heimilislækni meðferðis. Börn undir 18 ára aldri greiða ekkert gjald fyrir talþjálfun falli niðurstöður greiningar undir viðmið SÍ varðandi greiðsluþátttöku. Falli niðurstöður greiningar undir greiðsluþátttöku talþjálfunar og talmeinafræðingi þykir þörf á, verður skjólstæðingi boðnir meðferðartímar í framhaldi af greiningartíma. Yfirleitt kemur skjólstæðingur í þjálfunarlotu einu sinni vikulega yfir nokkurra vikna tímabil. Sjúkratryggingar Íslands samþykkja greiðsluþátttöku fyrir 15 meðferðartíma í hverri þjálfunarlotu. Fullorðnir einstaklingar, 18 ára og eldri, greiða samkvæmt gildandi gjaldskrá Sjúkratrygginga hverju sinni. 

Falli niðurstöður greiningar hins vegar ekki undir viðmið SÍ, þarf viðkomandi að greiða sjálfur fyrir þjálfunina samkvæmt gjaldskrá stofunnar. Sum sveitarfélög standa straum af kostnaði vegna þjálfunar samkvæmt samkomulagi milli Velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Nánari upplýsingar hér. 

Talþjálfun Reykjavíkur

Hafðu samband við okkur

Móttaka ritara er opin frá 9:00-14:00. Svarað er í síma á milli 9:00-11:00 alla virka daga

Við erum á facebook