Ábyrgð skjólstæðings
Mikilvægt er að mæta vel í úthlutaða tíma þar sem biðlisti er langur og margir að bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga. Skjólstæðingar og/eða forráðamenn þeirra eru ábyrgir fyrir því að mæta í þá tíma sem þeim er úthlutað. Yfirleitt eru tímarnir vikulega á sama tíma í hverri þjálfunarlotu og því er mikilvægt að skrá tímana hjá sér því ekki eru sendar út áminningar fyrir hvern tíma.
Forföll
Forföll skulu tilkynnt með 24 klst. fyrirvara með tölvupósti til ritara á netfangið talrey@talrey.is eða til viðkomandi talmeinafræðings. Séu forföll ekki boðuð með sólarhrings fyrirvara innheimtist forfallagjald fyrir tímann. Ef skjólstæðingur mætir ekki í boðaða tíma án þess að tilkynna forföll þrisvar sinnum í röð er litið svo á að skjólstæðingur hafi ekki hug á að nýta sér þjónustu Talþjálfunar Reykjavíkur og verður þá næsta skjólstæðingi á biðlista boðinn tíminn.
Trúnaður og lög
um réttindi sjúklinga
Heilbrigðisstarfsmenn eru bundnir trúnaði varðandi þær upplýsingar sem veittar eru. Þeim er ekki heimilt að veita þriðja aðila persónulegar upplýsingar varðandi skjólstæðing, nema með skriflegu leyfi. Þetta á m.a. við um samskipti milli aðila, skýrslur, niðurstöður greininga og aðrar upplýsingar er varða skjólstæðing (sbr. lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 og réttindi sjúklinga nr. 74/1997). Frekari upplýsingar um lög um heilbrigðisstarfsmenn og réttindi sjúklinga er að finna á vefslóðinni http://althingi.is/
Undantekningar á þessu trúnaðarákvæði er:
1) Þegar velferð barns, fatlaðs eða aldraðs einstaklings er í húfi, þá ber heilbrigðisstarfsmanni að tilkynna það til yfirvalda.
2) Þegar grunur leikur á að skjólstæðingur eða annar aðili sé líklegur til að valda sjálfum sér eða öðrum skaða, þá ber heilbrigðisstarfsmanni að hafa samband við einhvern tengdan viðkomandi, viðeigandi stofnun eða yfirvöld.
Persónuverndarstefna
Talþjálfun Reykjavíkur
Hafðu samband við okkur