Um Talþjálfun Reykjavíkur
Talþjálfun Reykjavíkur hefur verið starfrækt frá árinu 1995 og hefur lengst af verið til húsa í Bolholti 6 í Reykjavík. Sumarið 2021 urðu kaflaskil hjá fyrirtækinu þegar fjölgaði í eigendahópnum og hann breyttist þegar fimm af sex stofnendum stofunnar seldu sinn hlut í fyrirtækinu. Nú eru eigendur stofunnar tólf talsins, allt sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar. Í framhaldinu flutti fyrirtækið starfsemi sína í nýtt og stærra húsnæði í Hlíðasmára 14 í Kópavogi.
Talmeinafræðingar Talþjálfunar Reykjavíkur sinna greiningu, meðferð og ráðgjöf barna, unglinga og fullorðinna vegna margvíslegra tal-, mál- og raddmeina. Við, talmeinafræðingar hjá Talþjálfun Reykjavíkur leggjum okkur fram um að fylgjast með nýjungum í starfi, bæði hérlendis og erlendis og höfum verið dugleg að sækja þau námskeið og ráðstefnur sem í boði eru til endurmenntunar. Við sinnum sérfræðiþjónustu fyrir leik- og grunnskóla í ýmsum sveitarfélögum landsins. Þar komum við að greiningu, ráðgjöf, námskeiðahaldi og í sumum tilvikum íhlutun. Stuðst er við gagnreyndar aðferðir í meðferð með það að markmiði að veita bestu mögulegu meðferð í samræmi við nýjustu þekkingu. Við höfum víðtæka klíníska reynslu og leggjum áherslu á að aðlaga meðferð að þörfum skjólstæðings hverju sinni. Við erum öll félagsmenn í Félagi talmeinafræðinga á Íslandi og störfum samkvæmt siðareglum þess. Nálgast má siðareglur talmeinafræðinga hér: (https://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/starfsleyfi/sidareglur/item13870/).
Ef fyrirbyggjandi aðferðum vegna mál- og talvanda barna í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla er beitt, er í mörgum tilfellum hægt að koma í veg fyrir að slík frávik nái að þróast. Með viðeigandi íhlutun er hægt að hjálpa einstaklingum að yfirvinna erfiðleika eða takmarka áhrif þeirra í námi og starfi. Til þess að ná sem bestum árangri þarf góða samvinnu milli talmeinafræðings, foreldra og annarra aðila sem koma að barninu.
Talþjálfun Reykjavíkur
Hafðu samband við okkur