Um Talþjálfun Reykjavíkur

​​Talþjálfun Reykjavíkur hefur verið starfrækt frá árinu 1995 og hefur lengst af verið til húsa í Bolholti 6 í Reykjavík. Sumarið 2021 urðu kaflaskil hjá fyrirtækinu þegar fjölgaði í eigendahópnum og hann breyttist þegar fimm af sex stofnendum stofunnar seldu sinn hlut í fyrirtækinu. Nú eru eigendur stofunnar tólf talsins, allt sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar. Í framhaldinu flutti fyrirtækið starfsemi sína í nýtt og stærra húsnæði í Hlíðasmára 14 í Kópavogi.

Talmeinafræðingar Talþjálfunar Reykjavíkur sinna greiningu, meðferð og ráðgjöf barna, unglinga og fullorðinna vegna margvíslegra tal-, mál- og raddmeina. Við, talmeinafræðingar hjá Talþjálfun Reykjavíkur leggjum okkur fram um að fylgjast með nýjungum í starfi, bæði hérlendis og erlendis og höfum verið dugleg að sækja þau námskeið og ráðstefnur sem í boði eru til endurmenntunar. Við sinnum sérfræðiþjónustu fyrir leik- og grunnskóla í ýmsum sveitarfélögum landsins. Þar komum við að greiningu, ráðgjöf, námskeiðahaldi og í sumum tilvikum íhlutun. Stuðst er við gagnreyndar aðferðir í meðferð með það að markmiði að veita bestu mögulegu meðferð í samræmi við nýjustu þekkingu. Við höfum víðtæka klíníska reynslu og leggjum áherslu á að aðlaga meðferð að þörfum skjólstæðings hverju sinni. Við erum öll félagsmenn í Félagi talmeinafræðinga á Íslandi og störfum samkvæmt siðareglum þess. Nálgast má siðareglur talmeinafræðinga hér: (https://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/starfsleyfi/sidareglur/item13870/).

Ef fyrirbyggjandi aðferðum vegna mál- og talvanda barna í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla er beitt, er í mörgum tilfellum hægt að koma í veg fyrir að slík frávik nái að þróast. Með viðeigandi íhlutun er hægt að hjálpa einstaklingum að yfirvinna erfiðleika eða takmarka áhrif þeirra í námi og starfi. Til þess að ná sem bestum árangri þarf góða samvinnu milli talmeinafræðings, foreldra og annarra aðila sem koma að barninu. 

Talþjálfun Reykjavíkur

Hafðu samband við okkur

Móttaka ritara er opin frá 9:00-14:00. Svarað er í síma á milli 9:00-11:00 alla virka daga

Við erum á facebook